Nýtt! Prófaðu Málstað, vettvang fyrir allar helstu vörur Miðeindar.

Vilhjálmur Þorsteinsson

Stofnandi og stjórnarformaður

Vilhjálmur er stofnandi og stjórnarformaður Miðeindar. Hann hefur verið viðloðandi íslenska upplýsingatækni í fjóra áratugi. Hann stofnaði sitt fyrsta sprotafyrirtæki árið 1983, þá 17 ára gamall, ásamt félaga sínum. Síðan þá hefur hann komið víða við á upplýsingatæknisviðinu, bæði innanlands og erlendis. Hann hefur m.a. verið stjórnarformaður leikjafyrirtækisins CCP og gagnaversins Verne, og stjórnarmaður í Kögun, Íslandssíma, Og Vodafone, Skýrr, Opnum kerfum, Hands ASA, Auði Capital, Virðingu og Kjarnanum miðlum. Þá hefur hann starfað sem hugbúnaðarhönnuður hjá CODA Group plc og Baan NV. Vilhjálmur hefur einnig fengist við ýmislegt annað í gegnum tíðina, meðal annars portrettmálun, og var einn af 25 þjóðkjörnum fulltrúum sem sátu í Stjórnlagaráði.