Miðeind er leiðandi á sviði máltækni og gervigreindar

Við þjónum málstað íslenskunnar með framsæknum hugbúnaðarlausnum sem gagnast almenningi og atvinnulífi.

logo

Málstaður sameinar allar helstu lausnir Miðeindar á einum samþættum vettvangi. Á Málstað er einfalt að vinna tal og texta og færa efni milli undirliggjandi lausna til að flýta fyrir. Þar getur þú meðal annars breytt tali í texta, lesið yfir texta, þýtt hann milli tungumála og búið til fundargerðir og samantektir á augabragði. Það er ókeypis að prófa Málstað.

Málfríður færir íslenska stafsetningu og málfar til betri vegar.

Hreimur umbreytir tali í hreinskrifaðan texta eða skjátexta.

Erlendur þýðir texta milli fjölmargra tungumála.

Svarkur svarar spurningum á mannamáli og auðveldar leit.

Efst á baugi hjá Miðeind

shape

Hvað segja notendur?

Ég notaði Málstað við skrif lokaritgerðar í MA-náminu. Málfríður lét textann flæða betur, Erlendur þýddi ágripið á ensku og samheitaorðabókin stuðlaði að fjölbreyttari orðanotkun.

Elín Sigríður Ármannsdóttir

Nemandi í Háskóla Íslands

Með því að tala textann inn og fá hann til baka sem vel skrifaðan og yfirfarinn texta breytist allt. Ég spara tíma, vinn betur og hef miklu meiri trú á því sem ég set fram.

Snævar Ívarsson

Framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi

Við hjá Creditinfo höfum nýtt okkur Hreim, talgreini Miðeindar, og gæði hans hafa komið okkur skemmtilega á óvart. Hreimur umbreytir töluðu máli í texta með mikilli nákvæmni og hefur þjónustan í heild verið mjög góð.

Ragnar Gylfason

Vörustjóri Creditinfo

Samstarfsaðilar okkar

Miðeind hefur átt í farsælu samstarfi við fjölmarga aðila, bæði innanlands og utan.

Logo
Logo
Logo
Logo
Logo
Logo
Logo
Logo
Logo

Aðrar vörur

Embla er app sem skilur talaðar fyrirspurnir og svarar þeim með rödd.

Haltu orðaforðanum við og æfðu heilann með orðaleikjunum okkar.

Það er gaman í vinnunni

Hjá Miðeind starfar þéttur og öflugur hópur fólks með brennandi áhuga á máltækni og gervigreind. Við segjum stundum að við störfum á mörkum rannsókna og hagnýtingar, og þar er gaman að vera. Við tókum þátt í fimm ára máltækniáætlun stjórnvalda, þar sem unnið var að kjarnaverkefnum og innviðum fyrir íslensku. Við þróum jafnframt vörur og þjónustu sem byggja á nýtingu þessarar nýju og spennandi tækni til hagsbóta fyrir almenning og atvinnulíf. Ef þig langar að slást í hópinn skaltu endilega skoða starfasíðuna okkar eða senda okkur póst á starf@mideind.is!