Nýtt! Prófaðu Málstað, vettvang fyrir allar helstu vörur Miðeindar.
Vörustjóri
4.11.2024
Fyrsta útgáfa Málstaðar kom út í maí. Við hjá Miðeind þökkum þær gríðargóðu viðtökur sem hún hefur fengið. Við höfum fengið mikið af góðri endurgjöf og höfum nú bætt ýmsu góðgæti við Málstað sem við viljum deila með þér. Við vonumst til að breytingarnar geri Málstað að enn betri vettvangi fyrir þig.
Í Hreimi getur þú nú sett inn myndskrá eða hljóðskrá, hvort sem er á íslensku eða ensku, og fengið út skjátexta með tímakóðum.
Ef þú ert áskrifandi geturðu einnig þýtt skjátextana á milli tungumála. Í boði eru íslenska, enska og pólska. Hægt er að þýða allt að 100.000 bókstafi á mánuði, en hægt er að sjá í Hreimi áætlaða notkun fyrir hverja skrá áður en inneignin er notuð. Þú getur svo auðveldlega hlaðið niður skránum, bæði textaskrám á .txt-sniðmáti og skjátextaskrám á .srt-sniðmáti. PRÓFA NÚNA!
Við höfum bætt í þau fríðindi sem þú færð í Málstað sem áskrifandi. Nú geta áskrifendur sent allt að 20.000 stafi í Málfríði í einu. Áfram eru engin takmörk á því hversu oft þú getur sent inn texta.
Loks höfum við uppfært skilmála og persónuvernd til að endurspegla nýja og breytta virkni í Málstað.
Við kynnum til sögunnar nýja þýðingarlausn sem hlotið hefur nafnið Erlendur. Lausnin er að sinni aðeins notuð í þýðingum á skjátextum.
Við gefum okkur kost á að nota þjónustu frá fyrirtækinu Anthropic, til að tryggja að við séum að nota bestu undirliggjandi tæknina í Málstað.
Hægt er að nálgast persónuverndaryfirlýsingu Anthropic hér.
Hægt er að nálgast notkunarskilmála og vinnslusamning Anthropic hér.
Hægt er að nálgast uppfærða útgáfu notkunarskilmála hér.
Hægt er að nálgast persónuverndarstefnu hér.
Við vonum að þú haldir áfram að njóta Málstaðar, og munum kynna fleiri nýjungar á næstu misserum. Við erum svo hér til að hjálpa ef þú hefur spurningar eða athugasemdir.