Ritstjórn
11.11.2025
Nýverið bauð Miðeind tveimur nemendafélögum Háskóla Íslands í vísindaferðir í höfuðstöðvar fyrirtækisins á Fiskislóð í Reykjavík. Báðar vísindaferðirnar voru vel sóttar af nemendum. Fyrri ferðin fór fram í október þegar Stigull, félag stærðfræði- og eðlisfræðinema, heimsótti Miðeind og í nóvember kom Mímir, félag stúdenta í íslenskum fræðum, í heimsókn.
Bæði nemendafélögin fengu tækifæri til að kynna sér starfsemi og verkefni Miðeindar nánar, þar á meðal þróun Málstaðar, og spjalla við sérfræðinga fyrirtækisins. Boðið var upp á veitingar og fróðlegar samræður um gervigreind, nýsköpun og framtíð tækninnar, auk þess sem farið var yfir hvernig Málstaður hefur skapað ný tækifæri fyrir íslenska málvinnslu og miðlun.
Það er ávallt hvetjandi að fá að hitta ungt, forvitið og metnaðarfullt fólk sem sýnir starfi okkar áhuga. Miðeind þakkar nemendum úr stærðfræði-, eðlisfræði- og íslenskudeildum Háskóla Íslands kærlega fyrir komuna, skemmtilegar samræður og sýndan áhuga á verkefnum fyrirtækisins.
Ef þú vilt fylgjast með frekari verkefnum hjá Miðeind geturðu fengið nýjustu fréttir á heimasíðu okkar eða fylgt okkur á samfélagsmiðlum.
Ef þú vilt fylgjast með frekari verkefnum hjá Miðeind getum við látið þig vita þegar eitthvað nýtt er að frétta.