Ritstjórn
16.10.2025
Gervigreind hefur á undanförnum árum fleygt fram og er farin að hafa víðtæk áhrif á samfélagið. Hún getur talað við okkur, skrifað fyrir okkur, þýtt fyrir okkur og jafnvel hjálpað okkur að hugsa á nýjan hátt. En hvernig stendur íslenskan að vígi á þessum umbreytingartímum? Hver eru tækifærin sem við getum nýtt okkur og hverjar eru áskoranirnar sem við þurfum að takast á við?
Miðvikudagskvöldið 15. október ræddu Vilhjálmur Þorsteinsson, stofnandi og stjórnarformaður Miðeindar, og Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, stöðu íslenskunnar í samhengi við gervigreind og tækniframfarir við Bergstein Sigurðsson í Kastljósi á RÚV. Þau veltu fyrir sér hvernig hægt væri að nýta gervigreind og máltækni til að verja og styrkja stöðu íslenskunnar, og efla fullveldi og sjálfstæði.
Þetta er mikilvægt samtal fyrir öll sem hafa áhuga á tungumálinu okkar og framtíð þess.
Hægt er að horfa á viðtalið hér:
https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/kastljos/38169/bc085i/ahyggjuskapandi-greinar
Ef þú vilt fylgjast með frekari verkefnum hjá Miðeind getum við látið þig vita þegar eitthvað nýtt er að frétta.