Nýtt! Prófaðu Málstað, vettvang fyrir allar helstu vörur Miðeindar.

UT-verðlaun Ský 2024: Miðeind hlýtur aðalverðlaun

5.2.2024


Miðeind hlaut þann heiður að vera valin handhafi aðalverðlauna 

UT-verðlauna Ský, heiðursverðlauna fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi. Verðlaunin voru afhent á UTmessunni á föstudag.

Verðlaunin eru veitt m.a. fyrir framlag Miðeindar til íslenskrar máltækni og gervigreindar, og ekki síst hið farsæla samstarf við OpenAI um að styðja íslensku í risamállíkönum þeirra.

Einnig eru veitt verðlaun í ýmsum undirflokkum, og var þar um auðugan garð að gresja í tilnefningum.

Miðeind hefur áður hlotið tilnefningu til UT-verðlauna, en það var sem UT-Sprotinn árið 2020 fyrir raddaðstoðarappið Emblu.

Þetta er mikill heiður fyrir fyrirtækið og viljum við því þakka öllum þeim sem hafa hjálpað við að gera Miðeind að því sem það er í dag. Hjá Miðeind starfar nú sennilega stærsti hópur sérfræðinga á sviði gervigreindar og máltækni hérlendis, og er það verulega mikilvægt að hafa þann slagkraft sameinaðan til að ná markmiðum.

Verðlaunin eru gífurleg hvatning til að halda áfram á sömu vegferð; að styðja íslenskt samfélag og tungu með því að þróa framsýnar lausnir í máltækni og gervigreind.

Deildu þessari frétt: