Nýtt! Prófaðu Málstað, vettvang fyrir allar helstu vörur Miðeindar.

Leitar- og spurningarsvörunarlausn sérsniðin að íslensku

15.11.2023

Í síðustu viku rúlluðu vinir okkar hjá OpenAI út nýrri, spennandi virkni fyrir GPT-líkön þeirra – Assistant API. Eins og OpenAI sjáum við hjá Miðeind mikla möguleika í sérsniðnum samtalsþjónum sem nálgast upplýsingar úr fyrirliggjandi gagnagrunnum og nota þær til að mynda greinargóð svör á náttúrulegu máli. Þess vegna höfum við unnið síðustu misseri að okkar eigin spennandi lausn sem hlotið hefur nafnið Svarkur og er sérstaklega sniðin að íslensku máli, sérkennum þess og áskorunum. Svarkur notar sérþjálfað greypingalíkan (e. embeddings model) Miðeindar fyrir íslensku til að finna þær upplýsingar í gagnagrunni sem best svara spurningu notanda, og skila þeim á samandregnu og skýru formi. Svarkur er í boði í gegnum forritaskil (e. API) eða sem viðbót við öfluga leitar- og spurningasvörunarlausn samstarfsaðila okkar Cludo, sem jafnframt státar af aðlaðandi viðmóti og háþróuðum greiningartólum.

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu höfum við sett saman stutt myndband, byggt á innanhússútgáfu Svarks, til að sýna getu verkfærisins og gefa innsýn í það sem koma skal. Myndbandið hér.

Deildu þessari frétt: