Nýtt! Prófaðu Málstað, vettvang fyrir allar helstu vörur Miðeindar.
Feneyjar eða Venezia?
Vélþýðing Miðeindar býður upp á þýðingar milli íslensku og ensku með hjálp tauganetatækni. Miðeind vinnur einnig að þýðingarkerfi milli íslensku og pólsku, og önnur tungumál eru í sjónmáli. Margir þekkja kerfi á borð við Google Translate og Microsoft Translator, sem styðja íslensku þokkalega. Þau kerfi notast við almennar þýðingarvélar fyrir allar gerðir texta.
Þýðingarvél Miðeindar stenst þeim snúning fyrir almennan texta, en skarar fram úr þegar kemur að sérhæfðum sviðum (e. domain), þökk sé möguleikanum á að sérþjálfa vélina á textum af því sérsviði. Með það að augnamiði hefur Miðeind átt í samstarfi m.a. við Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins við að þróa sérhæfða þýðingarvél fyrir verkefni þeirra, sem hefur gengið framar vonum.
Vélþýðing er þýðing á texta eða tali úr einu tungumáli yfir á annað, sem gerð er í tölvu. Í árdaga vélþýðingartækninnar notaðist hún við tölfræðilegar aðferðir, en á síðustu árum hafa djúp tauganet (deep neural networks) tekið yfir sem besta fáanlega tækni á þessu sviði.
Vélþýðing Miðeindar býður upp á þýðingar milli íslensku og ensku með hjálp tauganetatækni. Miðeind vinnur einnig að þýðingarkerfi milli íslensku og pólsku, og önnur tungumál eru í sjónmáli.
Vélþýðing er einkar vel til þess fallin að þýða yfir á íslensku, þar sem hún er byggð á öflugu íslensku mállíkani sem hefur ríkan skilning á myndun íslensku. Vélþýðing nýtist öllum þeim sem miðla efni á mörgum tungumálum; til viðskiptavina, fjölmiðla, fjárfesta eða samstarfsaðila, ásamt öllum sem vilja geta lesið efni á íslensku sem einungis er í boði á erlendum málum.
Á vefnum Vélþýðing.is getur þú prófað tauganets-þýðingarvél Miðeindar. Með henni má þýða stutta texta milli íslensku og ensku, ásamt því að frumgerð að þýðingarvélum fyrir pólsku og færeysku eru aðgengilegar.