Ritstjórn
16.1.2026
Enska er nú þegar ráðandi tungumál á veraldarvefnum og helsta samskiptamál dægurmenningarinnar. Þar sem gervigreindarkerfi eru þjálfuð á gríðarlegu magni gagna af netinu vaknar upp áleitin spurning: Mun aukin notkun gervigreindar styrkja stöðu enskunnar enn frekar á kostnað annarra tungumála?
Til að varpa ljósi á þessa þróun fékk hlaðvarpið What in the World frá BBC World Service góðan gest. Linda Heimisdóttir, framkvæmdastjóri Miðeindar, ræddi þar um áhrif stóru mállíkananna á minni tungumál og hvernig við getum tryggt fjölbreytileika í stafrænum heimi. Það er alltaf kærkomið þegar tækifæri gefst til þess að tala um litla tungumálið okkar á alþjóðlegum vettvangi en þegar þetta er ritað hafa 60 þúsund manns horft á þáttinn á YouTube!
Hlustaðu á áhugavert viðtal við Lindu í spilaranum hér að neðan. Viðtalið hefst á mínútu 06:29.
Ef þú vilt fylgjast með frekari verkefnum hjá Miðeind getum við látið þig vita þegar eitthvað nýtt er að frétta.