Miðeind leitar að réttu formi fyrir tilganginn: Viðtal við Vilhjálm Þorsteinsson, stofnanda Miðeindar

Í vikunni birtist á vefmiðlinum Hluthafinn viðtal við Vilhjálm Þorsteinsson, stofnanda Miðeindar.

Í viðtalinu ræðir hann þær áskoranir sem felast í því að byggja upp máltækni og gervigreind fyrir íslenska örmarkaðinn; hvernig einkaframtak getur unnið með samfélagslegan ávinning og sjálfbærni að leiðarljósi fremur en arð til hluthafa; og hvaða rekstrarform og fjármögnun henta best í slíkum tilvikum.

Spennandi umræðuefni fyrir öll sem láta sig varða tilgangsdrifin fyrirtæki, tungumál, tækni og nýsköpun.

Lestu viðtalið hér: Miðeind leitar að réttu formi fyrir tilganginn

Efnisorð:
Deildu þessari grein: