Nýtt! Prófaðu Málstað, vettvang fyrir allar helstu vörur Miðeindar.
Ritsjórn
23.3.2023
Útgáfa GPT-4 og samstarf OpenAI og Miðeindar hefur ratað í fjölmiðla víða um heim, þar á meðal á Íslandi.
Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um samstarf OpenAI og Miðeindar á vef sínum í dag. Í fréttinni má finna viðtal við Vilhjálm Þorsteinsson, stofnanda og eiganda Miðeindar og Kötlu Ásgeirsdóttur, viðskiptaþróunarstjóra Miðeindar, um nýjustu vendingar.
Samstarfið kom við sögu í kvöldfréttum RÚV, þar sem meðal annars var rætt við Vilhjálm Þorsteinsson. Í kjölfarið birtist frétt sama efnis á vef RÚV.
Vísir gerir samstarfinu og tækifærum í kjölfar þess góð skil á vef sínum í dag.