Miðeind á Vísindavöku 2025 – Leikur að máli

Næstkomandi laugardag 25. september, frá klukkan 12:00 til 17:00, verður Miðeind á bás B13 í Laugardalshöll á Vísindavöku. Þar ætlum við að sýna hvernig við nýtum nýjustu gervigreind og máltækni til að styrkja íslenskuna í stafrænum heimi.

Kíktu við á básnum okkar á Vísindavöku á laugardaginn og sjáðu hvar þú stendur í samanburði við gervigreindina með því að spreyta þig á mæliprófum sem risamállíkönin eiga erfiðast með. Við notum ýmiss konar mælipróf til að mæla hæfni líkananna í íslenskri málfræði, rökleiðslu á íslensku og þekkingu þeirra á staðreyndum um íslenska sögu og menningu. WikiQA-IS prófið hefur reynst gervigreindinni erfiðast enda svínslegar spurningarnar og flestir Íslendingar eiga meira að segja erfitt með að svara þeim.

Gestir geta meðal annars prófað Gátu dagsins, nýjan leik sem kemur brátt á Málstað og við kynnum einnig Málstað, vettvang sem byggir á nýjustu þróun í máltækni og gervigreind. Þar vinnur Málfríður með texta, les yfir og dregur saman efni, Hreimur umbreytir tali í texta og skjátexta, Erlendur sér um þýðingar og orðalista og Svarkur svarar spurningum á mannamáli.

Komdu við hjá okkur á Vísindavöku og sjáðu með eigin augum hvernig Miðeind notar nýjustu gervigreind og máltækni til að styðja íslenskuna í ört vaxandi tækniheimi.

Ef þú vilt fylgjast með frekari verkefnum hjá Miðeind geturðu fengið nýjustu fréttir á heimasíðu okkar eða fylgt okkur á samfélagsmiðlum.


Skráðu þig á póstlistann okkar!

Efnisorð:
Deildu þessari grein: