Málstaður fagnar 20.000 notendum!

Í dag, þriðjudaginn 18. nóvember 2025, náðum við stórum áfanga. Framkvæmdastjóri okkar, Linda Heimisdóttir, heimsótti Bítið á Bylgjunni til að ræða Málstað og kynna þær nýju uppfærslur sem hafa átt sér stað, þar á meðal innleiðingu Snöru á Málstað.

Bítið mælti heils hugar með Málstað og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Í kjölfar viðtalsins fórum við yfir 20.000 skráða notendur á Málstað!

Þetta er ótrúlegur áfangi og sýnir hversu mikill áhugi er á íslenskri máltækni. Takk fyrir frábærar móttökur! Stuðningur ykkar við íslenska máltækni er góður málstaður og við erum bara rétt að byrja. 

Hægt er að hlusta á viðtalið hér: https://www.visir.is/k/5fe6e996-99b2-42b5-80f8-eda434c0928c-1763455741981

Skráðu þig á póstlistann okkar!

Efnisorð:
Deildu þessari grein: