Nýtt! Prófaðu Málstað, vettvang fyrir allar helstu vörur Miðeindar.

Málstaður fagnar 10.000 notendum!

Við hjá Miðeind gleðjumst yfir þeim ánægjulega árangri að nú eru yfir 10.000 notendur skráðir á Málstað, samþættan máltæknivettvang okkar fyrir íslenskan texta og tal.

Málstaður hefur slegið í gegn meðal notenda sem vilja vinna með íslenskan texta á skilvirkan hátt. Á Málstað má nálgast öll máltæknitól Miðeindar í einu viðmóti:

Hreimur: Umritun tals í texta og talrásar í skjátexta

Málfríður: Yfirlestur og leiðrétting á íslenskum texta

Erlendur: Vélþýðing milli fjölmargra tungumála

„Við höfum frá upphafi stefnt að því að gera íslenska máltækni aðgengilega fyrir öll,“ segir Linda Heimisdóttir, framkvæmdastjóri Miðeindar. „Þessi mikli fjöldi notenda sýnir að íslensk máltækni á svo sannarlega erindi við almenning og fyrirtæki.“

Notendur geta prófað allar vörur Málstaðar með takmarkaðri virkni í ókeypis aðgangi, en fullur aðgangur er í boði fyrir áskrifendur gegn vægu verði.

Það hefur aldrei verið auðveldara að vinna með íslenskan texta og tal frá a til ö!

Ný virkni á leiðinni

Við ætlum ekki að láta þar við sitja þótt árangurinn til þessa sé gleðilegur. Ný virkni er í þróun og Málstaður mun halda áfram að stækka og eflast á komandi mánuðum. Við hvetjum notendur til að fylgjast með tilkynningum um spennandi nýjungar sem munu gera vinnu með íslenskan texta enn auðveldari og skilvirkari.

Skráðu þig á málstaður.is og upplifðu kraftinn í íslenskri máltækni!

Efnisorð:
Deildu þessari grein: