Nýtt! Prófaðu Málstað, vettvang fyrir allar helstu vörur Miðeindar.

Fjölmennt útgáfuhóf Málstaðar

11.9.2024

Útgáfuhóf Málstaðar var haldið með pompi og prakt í stækkuðum húsakynnum Miðeindar föstudaginn 6. september sl. Það var ánægjulegt að sjá hversu mörg mættu til að fagna með okkur bjartri framtíð íslenskrar tungu, máltækni og gervigreindar.


Nú tekur við áframhaldandi þróun á Málstað, sem er alhliða vettvangur fyrir efnis- og textavinnslu á íslensku. Nýir möguleikar eru þegar í smíðum og munu bætast við á næstu mánuðum og misserum.


Hulda Óladóttir, vörustjóri Miðeindar, tók saman laufléttan pistil af þessu tilefni: Allt um fyrstu útgáfu Málstaðar.

Myndirnar tók Kristín Pétursdóttir.

„Allt um fyrstu útgáfu Málstaðar“

Hulda Óladóttir, vörustjóri Miðeindar, tók saman laufléttan pistil um útgáfu Málstaðar.

LESA GREIN

Deildu þessari frétt: