Miðeind er leiðandi á sviði máltækni og gervigreindar

Tæknin okkar gerir kleift að vinna með íslenskan texta og talmál í tölvum, símum og öðrum tækjum. Hugbúnaður Miðeindar er opinn og nýtist almenningi, fyrirtækjum og rannsakendum.

Íslenska er okkar mál
Linda Heimisdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson og forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson
Um tæknina

Samstarfsaðilar okkar

Miðeind hefur átt í farsælu samstarfi við fjölmarga aðila, bæði innanlands og utan.

Það er gaman í vinnunni

Það er gaman í vinnunni

Hjá Miðeind starfar þéttur og öflugur hópur fólks með brennandi áhuga á máltækni og gervigreind. Við segjum stundum að við störfum á mörkum rannsókna og hagnýtingar, og þar er gaman að vera. Við tókum þátt í fimm ára máltækniáætlun stjórnvalda, þar sem unnið var að kjarnaverkefnum og innviðum fyrir íslensku. Við þróum jafnframt vörur og þjónustu sem byggja á nýtingu þessarar nýju og spennandi tækni til hagsbóta fyrir almenning og atvinnulíf. Ef þig langar að slást í hópinn skaltu endilega skoða starfasíðuna okkar eða senda okkur póst á starf@mideind.is!

Persónuvernd

Sjáðu í gegnum holt og hæðir…

Heimurinn verður sífellt tæknivæddari. Stóru alþjóðlegu tæknifyrirtækin ráða miklu um þróunina. Í því umhverfi verður æ mikilvægara að huga að gegnsæi, persónuvernd og eignarhaldi á gögnum. Miðeind er íslenskt sprotafyrirtæki sem byggir á litlu en öflugu teymi og er annt um íslenska tungu í tækniveröld. Við tökum persónuvernd alvarlega. Þú hefur ávallt stjórn á þínum gögnum hjá okkur og hugbúnaður okkar er opinn á netinu, hverjum sem er til skoðunar.