Yfirlestur

Við leitum af
bláu reiðhjóli

Miðeind vinnur að hjálpartæki fyrir málrýni sem er frábrugðið þeim yfirlestrartólum sem til eru fyrir íslensku. Málrýnir Miðeindar flettir ekki aðeins upp hvort orðmyndir séu til í orðabók, og finnur þannig líklegar stafsetningarvillur, heldur skoðar hann einnig hvort orð séu í réttri mynd með tilliti til stöðu þeirra innan setningar.

Þar er meðal annars athugað hvort orð standa í réttu falli, tölu og kyni með tilliti til samhengis, svo sem hvort frumlag sé í réttu falli með sögn (ég hlakka, mig langar, mér þykir). Þannig nær yfirlestrartól Miðeindar einnig til málfræðinnar og getur gripið mun fleiri og flóknari villur í íslenskum texta en önnur sambærileg verkfæri.

Yfirlestur

Málrýnir Miðeindar mun gagnast öllum sem skrifa texta á íslensku, svo sem stúdentum, fjölmiðlafólki og skríbentum og skýrsluhöfundum hvers konar. Hann mun benda á „hefðbundnar“ stafsetningarvillur, hvort sem þær eru óháðar eða háðar samhengi (?að ýmsu leiti / ?á næsta leyti), en einnig á málfar sem er ekki í samræmi við hefðbundið málsnið, svo sem hvað varðar fall, tölu eða kyn. Þessir möguleikar eru í boði málgreiningarvélar Greynis.

Unnið er að þróun málrýnisins undir hatti fimm ára máltækniáætlunar stjórnvalda og Almannaróms. Frumgerð hans má skoða og prófa á vefnum Yfirlestur.is.